Kárahnjúkar

Ragnar Axelsson

Kárahnjúkar

Kaupa Í körfu

VIÐ hjá Landsvirkjun sem eigum og stýrum byggingu á þessu mannvirki urðum mjög undrandi á þessu viðtali," segir Sigurður Arnalds, talsmaður Kárahnjúkavirkjunar, um viðtal við Desiree D. Tullos um hönnun Kárahnjúkavirkjunar, sem birtist í Morgunblaðinu í gær. "Mér vitanlega hefur hvorki háskólinn né fræðimaðurinn leitað til Landsvirkjunar um upplýsingar. Við skiljum ekki hvernig hún getur haft forsendur til að koma fram með allar þessar fullyrðingar varðandi tæknileg atriði sem þeir þekkja gerst sem við þetta vinna, hver vandamálin eru og hvernig menn ætla að leysa þau. MYNDATEXTI: Sigurður Arnalds segir lokubúnað í hjáveitugöngum Campos Novos-stíflunnar hafa gefið sig með þeim afleiðingum að lón við hana tæmdist, ekki sé rétt að steypukápa þeirrar stíflu hafi brotnað. Kárahnjúkastífla, sem hér sést, er grjóthleðslustífla með steyptri kápu eins og Campos Novos-stíflan.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar