Rally Reykjavík

Sverrir Vilhelmsson

Rally Reykjavík

Kaupa Í körfu

ÖKUMENN í Alþjóðaralli Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur, Rally Reykjavík, voru önnum kafnir við síðustu prófanir á bifreiðum sínum þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið hjá í gærkvöldi. Keppnin hefst klukkan 17 í dag þegar keppnisbílarnir verða ræstir frá Perlunni en alls verða eknir 105,2 km á fjórum sérleiðum í dag. 26 áhafnir taka þátt í keppninni í ár, þ.a. tólf erlendar. Stór hluti erlendu áhafnanna er breskir hermenn sem taka þátt í keppninni sem lið í þjálfun þeirra í akstri við erfiðar aðstæður. Að sögn þeirra er mikil áhersla lögð á slíkar æfingar hjá breska hernum og þykja íslenskir malarvegir henta með ágætum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar