Fiskidagurinn mikli á Dalvík

Þorgeir Baldursson

Fiskidagurinn mikli á Dalvík

Kaupa Í körfu

UM 40 þúsund manns komu saman á Dalvík um helgina, á Fiskideginum mikla sem þar var haldinn í sjötta sinn. Aldrei áður hafa svo margir sótt Dalvíkinga heim á Fiskidegi. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var heiðursgestur dagsins að þessu sinni. Hann lauk miklu lofsorði á Dalvíkinga í ávarpi sínu, gestrisni þeirra væri einstök, en fjölmargir bæjarbúar opnuðu heimili sín og buðu gestum upp á fiskisúpu á föstudagskvöld. Það hefði verið þeim hjónum ógleymanlegt, að fá tækifæri til að líta inn á heimili og njóta gestrisni heimamanna. Svo hefði tekið við heilmikil fiskiveisla, tugir tonna af fiski voru á boðstólum fyrir gesti og þetta bæri vott um mikinn stórhug heimamanna. MYNDATEXTI: Fjölmargir gestir hátíðarinnar skemmtu sér konunglega á Dalvík.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar