Honda

Sverrir Vilhelmsson

Honda

Kaupa Í körfu

JAPANSKI bílaframleiðandinn Honda stendur í ströngu þessa dagana þar sem verið er að setja á laggirnar rekstrareiningu í Bandaríkjunum, Honda Aircraft Company, sem ætlað er að hafa umsjón með framleiðslu fyrstu Honda-þotunnar en áætlað er að hún muni taka á loft árið 2010, að því er segir í frétt á fréttavef BBC. Þotan mun vera sjö sæta en einingin er undir stjórn verkfræðingsins Michimasa Fujino, sem hefur haft smíði Honda-þotunnar á sínum snærum síðustu 20 árin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar