100 ára símastaur, enn á sínum stað

Birkir Fanndal Haraldsson

100 ára símastaur, enn á sínum stað

Kaupa Í körfu

Mývatnssveit | Hann stendur enn í sólinni eftir 100 ár þessi símastaur á Dalbörðum austan Mývatnssveitar. Að vísu er búið að fjarlægja af honum línuna þannig að staurinn syngur ekki lengur. En svo sem kunnugt er og kvæði vitna um, þá sungu alvöru símastaurar þannig að börn höfðu af því yndi að leggja eyra að staur. Staurinn sá hefur verið á þessum stað síðan um veturinn 1906 þegar Mývetningar fluttu hann og ótalmarga aðra slíka með hestum frá Húsavík og á línustæðið frá Mývatni austur Fjöllin. Um sumarið 1906 unnu síðan vinnuflokkar, mest Norðmenn, við að koma staurum fyrir og aðrir við að strengja á þá talsímaþræði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar