Harðasti stuðningsmaður landsliðsins

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Harðasti stuðningsmaður landsliðsins

Kaupa Í körfu

HARÐASTI stuðningsmaður íslenska landsliðsins er Darri Sigþórsson, leikmaður sjötta flokks Vals í knattspyrnu. Var hann valinn af sérstakri dómnefnd eftir að útsendari Vífilfells gekk um á milli áhorfenda, á leik Íslands og Spánar, á Laugardalsvelli sl. miðvikudag og tók myndir af stuðningsmönnum. Úr hópi margra var Darri svo valinn harðastur og fékk að launum knöttinn sem leikið var með í leiknum, áritaðan af öllum leikmönnum íslenska landsliðsins. MYNDATEXTI: Fulltrúi Vífilfells færir Darra Sigþórssyni boltann sem leikið var með í landsleik Íslands og Spánverja í verðlaun fyrir dyggan stuðning við íslenska liðið. Allir íslensku landsliðsmennirnir árituðu boltann.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar