Verslunarskóli Íslands og BSRB.

Jim Smart

Verslunarskóli Íslands og BSRB.

Kaupa Í körfu

VERZLUNARSKÓLI Íslands og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) hafa undirritað samkomulag um stofnun fyrirtækis sem sjá á um rekstur Framvegis, miðstöðvar um símenntun ehf. Einnig koma þrjú aðildarfélög BSRB að stofnun fyrirtækisins, SFR stéttarfélag í almannaþjónustu, Sjúkraliðafélag Íslands og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. Miðstöðin hefur fram að þessu lagt ríka áherslu á símenntun stétta í heilbrigðis- og félagsþjónustu og unnið í nánu samstarfi við Sjúkraliðafélag Íslands, Fjölbrautaskólann við Ármúla, Fræðslusetrið Starfsmennt, SRF stéttarfélag í almannaþjónustu, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, Vinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins og fleiri aðila. MYNDATEXTI: Stofnað hefur verið nýtt fyrirtæki sem á að sjá um rekstur Framvegis. F.v.: Garðar Hilmarsson, Kristín Á. Guðmundsdóttir, Árni S. Jónsson, Ögmundur Jónasson, Jóhanna Arnórsdóttir, Sölvi Sveinsson og Helgi Jóhannsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar