Hótel Dyrhólaey slegið í brekkuna

Jónas Erlendsson

Hótel Dyrhólaey slegið í brekkuna

Kaupa Í körfu

Eigendur Hótels Dyrhólaeyjar í Mýrdal hafa gert skilti með nafni hótelsins í brekkunni við þjóðveginn. Ekki er þetta þó mjög varanlegt skilti því það er slegið í grasið og það mun því hverfa á næstu dögum og vikum ef því verður ekki haldið við. Skiltið virðist þó hafa haft tilætluð áhrif, þ.e. vakið athygli á hótelinu, því margir ferðamenn stöðva bíla sína við veginn, jafnvel til að taka myndir, og einhverjir hafa lagt leið sína upp að hótelinu. Á hótelinu eru 55 herbergi og matsala. Mikið er um hópa erlends ferðafólks. Steinþór Vigfússon hótelstjóri segir að sumarið hafi veri ágætt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar