Undirbúningur fyrir Sinfóníutónleika á Miklatúni

Eyþór Árnason

Undirbúningur fyrir Sinfóníutónleika á Miklatúni

Kaupa Í körfu

EINN AF hápunktum dagskrár Menningarnætur í Reykjavík verða klassískir stórtónleikar á Miklatúni kl. 20. Fram koma Arndís Halla Ásgeirsdóttir, Kolbeinn Ketilsson, Kristinn Sigmundsson, Ólafur Kjartan Sigurðarson og Sigríður Aðalsteinsdóttir, ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sem stjórnað er af Guðmundi Óla Gunnarssyni. Æfingar fyrir tónleikana stóðu yfir í gær þegar blaðamann og ljósmyndara bar að garði, og má á myndinni sjá Víglund Þorsteinsson, stjórnarformann BM Vallár, sem býður til tónleikanna, Mögnu Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, Vigdísi Finnbogadóttur, sem er verndari tónleikanna, og Ólaf Kjartan Sigurðarson baritón sem ræddu saman í æfingarhléi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar