Hlekktist á í flugtaki í Mosfellsbæ

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hlekktist á í flugtaki í Mosfellsbæ

Kaupa Í körfu

LÍTILLI eins hreyfils flugvél hlekktist á í flugtaki á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gærkvöldi með þeim afleiðingum að hún rann að hluta til út í Leirvogsá þar sem hún staðnæmdist. Var lögregla, slökkvilið og sjúkrabíll sent á vettvang en engin slys urðu á fólki. Að sögn Þorkels Ágústssonar, forstöðumanns Rannsóknarnefndar flugslysa, var vélin, sem er af tegundinni Piper PA-38, nokkuð skemmd en hún var hífð upp og flutt til Reykjavíkur þar sem hún verður rannsökuð frekar. Ekki er ljóst hver orsök óhappsins er en RNF mun boða flugstjóra, farþega og vitni til viðtals og rannsaka óhappið nánar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar