Grímseyjarferjan

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Grímseyjarferjan

Kaupa Í körfu

KOSTNAÐUR við nýja ferju sem þjóna mun Grímseyingum, og keypt var notuð, hefur farið verulega fram úr kostnaðaráætlun vegna þess að ráðast þurfti í umfangsmeiri viðgerðir en stefnt var að, auk þess sem gengisbreytingar spila þar inn í. Agnar Erlingsson, skipaverkfræðingur hjá Navis-feng, sem sér um eftirlit með viðgerðum á skipinu, segir að kostnaðaráætlun hafi hljóðað upp á um 250 milljónir króna, en við bætist trúlega um 50 milljónir vegna gengisbreytinga, og um 50 milljónir vegna þess að ástand skipsins reyndist verra en upphaflega var gert ráð fyrir. MYNDATEXTI: Ákveðið var að ráðast í meiri viðgerðir á nýju Grímseyjarferjunni en upphaflega var ráðgert.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar