Louisa kvödd

Skapti Hallgrímsson

Louisa kvödd

Kaupa Í körfu

MENNINGIN er áberandi í höfuðstað Norðurlands um þessar mundir. Árleg Akureyrarvaka verður á laugardaginn og um síðustu helgi lauk sýningu á verkum Louisu Matthíasdóttur í Listasafninu á Akureyri en hún hlaut fádæma góðar viðtökur. Hannes Sigurðsson, safnstjóri Listasafnsins, er mjög ánægður með aðsóknina að sýningu á verkum Louisu Matthíasdóttur. Hann telur að 5-6 þúsund manns hafi séð sýninguna, og er það næstbesta aðsókn að sýningu í safninu, á eftir sýningu á verkum hollenska meistarans Rembrandts og samtíðarmanna hans árið 2002. MYNDATEXTI: Louisa kvödd Sýningu á verkum Louisu Matthíasdóttur lauk á Listasafninu á Akureyri á sunnudaginn og í gær var hafist handa við að pakka myndunum inn og þær verða sendar burt fljótlega.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar