Björgunarskipið Húnabjörg
Kaupa Í körfu
Tveir bátar skullu saman á fullri ferð á Húnaflóa, ekki langt frá Skagaströnd, klukkan rúmlega eitt í fyrrinótt. Einn maður slasaðist nokkuð og var fluttur með sjúkrabíl til Akureyrar strax og hann kom í land. Hann mun vera óbrotinn en mikið marinn og bólginn. Björgunarskipið Húnabjörg á Skagaströnd var að koma í land úr leit að trillu sem hafði gleymt að tilkynna sig. Trillan fannst fljótlega og því var Húnabjörginni snúið heim á leið. Guðbjartur SH 45 lagði af stað í róður frá Skagaströnd um svipað leyti og eftir um það bil 20 mínútna stím skullu bátarnir saman, báðir á fullri ferð. MYNDATEXTI: Bátarnir skullu saman á fullri ferð. Húnabjörgin lenti með stefnið framarlega á stjórnborðssíðu Guðbjarts og gekk stefnið langt inn í bátinn.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir