Hafralónsá

Líney Sigurðardóttir

Hafralónsá

Kaupa Í körfu

ÞAÐ er kvöldfagurt við Hafralónsána þar sem hún liðast kyrrlát á hreppamörkum Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps. Að sögn Marinós Jóhannssonar, formanns veiðifélags árinnar, hefur mikið sést þar af laxi, einkum á innri svæðum. Hátt á þriðja hundrað laxa var komið á land í síðustu viku úr Hafralónsá, sagði Marinó, en úr Sandá, Hölkná og Svalbarðsá um 360 laxar á sama tíma eða alls um 600 laxar úr þessum fjórum ám. MYNDATEXTI: Hafralónsá er á hreppamörkum Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar