Landsvirkjun, sérfræðingar

Ragnar Axelsson

Landsvirkjun, sérfræðingar

Kaupa Í körfu

NEFND sérfræðinga á vegum Landsvirkjunar segir að stíflan við Kárahnjúkavirkjun sé örugg og engin ástæða sé til að óttast að hún bresti. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Landsvirkjun hélt í gær á Hótel Nordica en auk nefndarmannanna þriggja var á fundinum hópur jarð- og verkfræðinga sem hefur unnið að gerð stíflunnar og framkvæmt rannsóknir á svæðinu. Voru þeir allir á einu máli um að stíflan væri örugg. MYNDATEXTI: Henrique Perez og Pálmi Jóhannesson, hönnuðir Kárahnjúkastíflu, sem er í baksýn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar