Fundur hjá Hugarafli

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Fundur hjá Hugarafli

Kaupa Í körfu

HUGARAFL efnir í dag og á morgun til ráðstefnu á Hótel Sögu um geðheilbrigðismál. Yfirskrift ráðstefnunnar er Bylting í bata og meginefni hennar er valdefling og bati. Ráðstefnunni lýkur með opnum borgarafundi síðdegis á morgun, föstudag. Birgir P. Hjartarson frá Hugarafli sagði þetta vera fyrstu stóru ráðstefnuna sem samtökin hafa haldið frá því þau voru stofnuð fyrir rúmlega þremur árum. Tilgangurinn með ráðstefnunni er m.a. að leitast við að breyta afstöðu fólks til geðsjúkra. Einnig að notendur heilbrigðisþjónustunnar eignist rödd og hafi eitthvað að segja um þá meðferð sem þeir njóta. MYNDATEXTI: Félagar í Hugarafli hafa undirbúið ráðstefnuna Bylting í bata, sem hefst í dag. Frá vinstri: Birgir Páll Hjartarson, Berglind Nanna Ólínudóttir, Björg Torfadóttir, Jón Ari Arason, Herdís Benediktsdóttir, Garðar Jónasson, Nanna Þórisdóttir og Elín Ebba Ásmundsdóttir. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er Judi Chamberlin frá Bandaríkjnum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar