Samúel Jóhannsson

Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Samúel Jóhannsson

Kaupa Í körfu

SAMÚEL Jóhannsson sem stóð í marki knattspyrnuliða ÍBA og Þórs í gamla daga stendur nú á sextugu. Og er enn í marki - flutti nefnilega "yfrum" fyrir tveimur árum ásamt eiginkonunni Rögnu, þau byggðu hús í Vaðlaheiðinni með glæsilegu útsýni yfir Akureyri og fram í fjörð. Og húsið heitir Mark. Börn og unglingar norðan Glerár á Akureyri þekkja Samma sem forstöðumann íþróttamiðstöðvar Glerárskóla en þeir sem eldri eru þekkja líka myndlistarmanninn Samúel; myndverkamanninn eins og hann kýs reyndar að nefna það. MYNDATEXTI: Frábært útsýni Samúel Jóhannsson á svölunum í Marki: Ég skil vel bændurna sem hafa verið í svona fallegri sveit lengi og ekki viljað fara!

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar