Kristinn mátar úlpu

Eyþór Árnason

Kristinn mátar úlpu

Kaupa Í körfu

Það er ýmislegt sem þarf að kaupa inn fyrir skólann á hverju hausti. Feðgarnir Ingvar Sighvatsson og Kristinn Ingvarsson fóru saman að kaupa skóladót og fékk Ingveldur Geirsdóttir að slást með í för. Það var nóg að gera í verslun Odda á Höfðabakka seinasta þriðjudag þegar Ingvar og Kristinn fóru þangað eftir skólasetningu. Foreldar stóðu þar í hópum ásamt börnum sínum, með innkaupalista frá skólanum í annarri og innkaupakörfu í hinni. MYNDATEXTI: Kristinn þarf nýja úlpu fyrir veturinn og Ingvar lætur hann máta ýmsar gerðir til að finna þá réttu. Feðgarnir ákváðu að kaupa ekki skólatösku núna heldur láta þá gömlu duga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar