Latabæjarhlaup

Jim Smart

Latabæjarhlaup

Kaupa Í körfu

BÖRN á öllum aldri ásamt foreldrum sínum fjölmenntu í Latabæjarhlaup Reykjavíkurmaraþons á laugardag en 4.168 höfðu skráð sig í hlaupið. Þetta er í fyrsta sinn sem sérstakt hlaup fyrir börn er skipulagt en vegalengdin var 1,5 kílómetrar. Hingað til hafa börnin mörg hver tekið þátt í skemmtiskokkinu sem er þrír kílómetrar. Það var sjálfur íþróttaálfurinn sem hitaði börnin upp fyrir hlaupið og þegar þau komu í mark voru þeim afhentir verðlaunapeningar fyrir þátttökuna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar