Einar Sigurðsson, forstjóri Árvakurs

Sverrir Vilhelmsson

Einar Sigurðsson, forstjóri Árvakurs

Kaupa Í körfu

MÉR finnst viðfangsefnið mjög spennandi og skemmtilegt," sagði Einar Sigurðsson, sem var ráðinn forstjóri Árvakurs hf. á fundi stjórnar félagsins í gærmorgun. Hann segir að Árvakur stefni að því að stækka hlut sinn á fjölmiðlamarkaðnum. Einar segir að helstu verkefnin framundan séu annars vegar að halda áfram að treysta rekstur Morgunblaðsins og hins vegar að byggja Árvakur upp til framtíðar. "Það er markmið félagsins að stækka reksturinn og gera það skráningarhæft, ef menn hafa áhuga á því á einhverju stigi að fara með félagið á opinn markað og breikka enn hluthafahópinn," segir Einar. MYNDATEXTI: Tímamót Einar Sigurðsson, nýr forstjóri Árvakurs, fundaði með starfsmönnum fyrirtækisins í gær og talaði um það sem framundan er hjá blaðinu og fyrirtækinu almennt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar