Starfsmenn Glitnis afhenda ágóða vegna Reykjavíkurmaraþons
Kaupa Í körfu
ÁHEIT frá starfsmönnum Glitnis að upphæð 22,2 milljónir króna söfnuðust í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis síðastliðinn laugardag. Voru áheitin afhent við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær þar sem Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, fluttu ávörp. Alls tóku 502 starfsmenn Glitnis þátt í maraþoninu og hét bankinn á þá með því að greiða 3 þúsund krónur til góðgerðamála fyrir hvern hlaupinn kílómetra. Starfsmennirnir ákváðu sjálfir vegalengdina og hvaða góðgerðasamtök skyldu njóta framlagsins. MYNDATEXTI: Stærsti styrkurinn Vilhelm Már Þorsteinsson, starfsmaður Glitnis, afhenti Sigurði Björnssyni hjá Krabbameinsfélagi Íslands ávísun vegna áheitanna.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir