Siv Friðleifsdóttir á ráðstefnu Hugarafls

Eyþór Árnason

Siv Friðleifsdóttir á ráðstefnu Hugarafls

Kaupa Í körfu

EKKI skortir á vilja hjá íslenskum stjórnvöldum til að bæta þjónustu við geðsjúka, þó því sé ekki að neita að úrræði mættu vera fleiri og víðsýnin mætti e.t.v. vera meiri, sagði Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra, þegar hún setti ráðstefnu Hugarafls um geðsjúkdóma á Hótel Sögu í gær. Ráðherra fagnaði vilja Hugarafls til að stuðla að innleiðingu nýrra hugmynda sem bætt geti þjónustu heilbrigðiskerfisins við geðsjúka. "Fordómar gagnvart geðsjúkum hafa verið og eru enn raunverulegt vandamál. Sem betur fer hefur okkur þó orðið mikið ágengt í baráttunni gegn fordómum á liðnum árum, enda hafa margir tekið höndum saman í þeirri baráttu, jafnt stjórnvöld, fagfólk, notendur geðheilbrigðisþjónustu og aðstandendur þeirra," sagði Siv. MYNDATEXTI: Siv Friðleifsdóttir og Berglind Nanna Ólínudóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar