Ungliðar í Utanríkisráðuneytinu

Eyþór Árnason

Ungliðar í Utanríkisráðuneytinu

Kaupa Í körfu

ÍSLENSK stjórnvöld munu senda þrjá ungliða til starfa á vegum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í haust. Verkefnið, sem íslenska ríkið ber allan kostnað af, er hugsað sem stökkpallur ungs fólks í þróunarstarf SÞ og fjölmargir úr ungliðastarfinu fá fasta stöðu hjá stofnuninni. Ungliðarnir sem um ræðir eru Alistair Gretarsson, sem gegna mun starfi upplýsingafulltrúa SÞ í Nýju-Delí á Indandi, Hildur Fjóla Antonsdóttir sem mun vinna á svæðisskrifstofu Unifem í Karabíska hafinu á eynni Barbados og Sólrún Engilbertsdóttir sem mun fást við verkefnastjórnun í höfuðborg Kenía, Nairobi. MYNDATEXTI: Þremenningar á leið utan. Frá vinstri: Sólrún Engilbertsdóttir, Hildur Fjóla Antonsdóttir og Alistair Gretarsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar