Listasumar

Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Listasumar

Kaupa Í körfu

LISTASUMRI lýkur á Akureyri í dag með fjölbreyttri menningardagskrá frá morgni til kvölds á Akureyrarvöku. Boðið verður upp á ýmsa viðburði víða um bæ, myndlist, tónlist og margt fleira. Á Hömrum, þar sem akureyrskir skátar eru með aðsetur og haldin verður fjölskylduhátíð um helgina, verður t.d. flóamarkaður til þess að safna peningum fyrir munaðarlaus og fötluð börn í Mapútó í Mósambik. Jórunn Ósk, níu mánaða, fylgdist í gærmorgun sallaróleg með móður sinni, Heiðrúnu Helgu, undirbúa flóamarkaðinn

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar