Vinnuskólinn - Iðnó

Vinnuskólinn - Iðnó

Kaupa Í körfu

SIGURVEGARAR í lagakeppni Vinnuskóla Reykjavíkur, Jón Ferdinand og Ólafur Birgir, fluttu sigurlag sitt, Reytum arfa, á útskrift Vinnuskólans sem haldin var í Iðnó í gær. Um 150 ungmenni voru þar saman komin meðal annars til að hlýða á skemmtiatriði og koma saman í síðasta skipti eftir erfiði sumarsins. Einnig veittu Vinnuskólinn og Samtök iðnaðarins 38 ungmennum viðurkenningu sem fyrirmyndarnemendur í skólanum í sumar en samtökin munu m.a. mæla með þeim fyrir sumarstarf á næsta ári.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar