Kýr í gegnum göng

Skapti Hallgrímsson

Kýr í gegnum göng

Kaupa Í körfu

KÝRIN Vaka, búsett í fjósinu á Svalbarði við Eyjafjörð, vígði göngin sem Guðmundur bóndi Bjarnason þar á bæ réðst í að gera undir þjóðveginn ofan bæjarins, og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Eftir mjaltir í gærmorgun hleypti Guðmundur kúahópnum út að venju. Þær hugðust að sjálfsögðu fara hefðbundna slóð upp að þjóðveginum en hlýddu með semingi þegar þeim var vísað aðra leið. "Þetta var smá hnoð en gekk í sjálfu sér ágætlega," sagði Guðmundur eftir að hópurinn var allur farinn í gegn. MYNDATEXTI: Fyrst Kýrin Vaka fremst í flokki. Húsmóðirin á Svalbarði, Anna Sólveig Jónsdóttir, fylgist spennt með á veginum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar