Börn að leik í Grafarvogi

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Börn að leik í Grafarvogi

Kaupa Í körfu

HINN spræki hjólreiðamaður fær því miður ekki að njóta heiðurs af afreki sínu þar sem þetta mikla stökk hans í blíðunni í Grafarvogi í gær nær út fyrir mynd. Hann hefur því sem betur fer vitni að atburðinum sem geta sagt til um hver hann er, mælt sökkið og aðstoðað hann eftir lendinguna. Um helgina er gert ráð fyrir ágætu veðri. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands má búast við norðaustan fimm til tíu metrum á sekúndu. Súld eða dálítil rigning verður norðan- og austanlands, en bjart veður og yfirleitt þurrt um landið suðvestanvert. Hiti verður á bilinu átta til fimmtán stig að deginum og hlýjast suðvestan til.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar