Réttarstaða mótmælenda fundur í HR

Brynjar Gauti

Réttarstaða mótmælenda fundur í HR

Kaupa Í körfu

STEFÁN Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, sakar Ragnar Aðalsteinsson hrl. um dylgjur í garð lögreglunnar vegna aðgerða gegna mótmælendum við Kárahnjúka í sumar og segir lögregluna hafa gripið "fullseint" inn í mál þar. Þetta mat Stefáns kom fram á fundi um réttarstöðu mótmælenda á hádegisfundi Háskólans í Reykjavík í gær. Þeir Ragnar og Stefán héldu þar sitt framsöguerindið hvor. Stefán sagði rétt fólks til að tjá mótmæli ótvíræðan og óumdeildan en það væri hins vegar spurning hvort menn gætu beitt hvaða aðferðum sem væri á þeim grunni að þeir væru andsnúnir einhverju. MYNDATEXTI: Frummælendur - Þeir Ragnar Aðalsteinsson og Stefán Eiríksson eru ósammála um málefni lögreglunnar og mótmælenda.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar