Karfi

Þorgeir Baldursson

Karfi

Kaupa Í körfu

KARFI er nú farinn að veiðast í nokkrum mæli á alþjóðlegu hafsvæði milli Íslands og Noregs í Síldarsmugunni. Færeyingar veiddu smávegis á þessum slóðum í fyrra og stunda þessar veiðar nú með góðum árangri. Baldvin Þorsteinsson EA er farinn til þessara veiða og fleiri skip eru á leiðinni. Færeyskur togari landaði nýlega karfa af þessum slóðum á Akureyri. Karfinn er unninn um borð í frystiskipunum á sama hátt og úthafskarfinn af Reykjaneshrygg. Ekki er vitað til þess að beinar veiðar á karfa hafi verið stundaðar á þessum slóðum áður. MYNDATEXTI: Veiðar - Karfinn úr Síldarsmugunni er unninn um borð í skipunum eins og úthafskarfinn af Reykjaneshrygg. Frystur heill eða hausaður og slægður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar