Inga Kristjánsdóttir og Kirstine Patel

Eyþór Árnason

Inga Kristjánsdóttir og Kirstine Patel

Kaupa Í körfu

Glútein, mjólkurvörur, koffín og sykur er meðal þeirra efna sem fólk, sem glímir við þunglyndi, ætti að forðast til að bæta líðan sína. Þrír þunglyndissjúklingar sýndu verulegar framfarir eftir sex mánaða meðferð þar sem þeir voru fræddir um mikilvægi mataræðis fyrir geðheilsu og farið var í reglulegar gönguferðir. "Ég hef alltaf haft áhuga á því hvaða áhrif mataræði hefur á þunglyndi enda hef ég sjálf glímt svolítið við skammdegisþunglyndi í gegnum tíðina," segir Inga Kristjánsdóttir sem útskrifaðist í vor sem næringarþerapisti frá Center for ernæring og terapi í Kaupmannahöfn. MYNDATEXTI: Birta - Inga Kristjánsdóttir og Kirstine Grandahl Patel fóru með hópnum sínum í gönguferðir í Laugardalnum tvisvar í viku um sex mánaða skeið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar