Heilsudrekinn

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Heilsudrekinn

Kaupa Í körfu

Kínverjar hafa í árþúsundir þróað mjög margar aðferðir, eins og nudd, nálastungur og kínverska leikfimi, til þess að bæta heilsu og öðlast hugarró. Guan Don Quing í Heilsudrekanum segir að í kínversku nuddi sé unnið með orkurásir líkamans. "Fjölbreyttri tækni er beitt í nuddinu til þess að byggja upp jafnvægi líkamans og auk þess eru notaðar ýmsar olíur eftir því hvert vandamálið er, mígreni, þunglyndi eða annað. Fyrir þá sem eru t.d. þunglyndir er til sérstök olía sem hefur jákvæð áhrif á og hjálpar fólki oft að komast upp úr öldudalnum, ásamt öðru. Það eru líka til olíur sem bornar eru á iljarnar en þær, ásamt nuddinu, koma betra jafnvægi á innri lífærin."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar