Guðrún Jónsdóttir

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Guðrún Jónsdóttir

Kaupa Í körfu

Nær tíu þúsund manns hlupu í vel heppnuðu Reykjavíkurmaraþoni Glitnis í ágúst sl. Starfsmenn bankans lágu ekki á liði sínu og reimuðu 502 á sig hlaupaskóna og söfnuðu um leið áheitum fyrir 22,2 milljónir króna sem renna til ýmissa góðgerðarsamtaka í landinu. Bryndís Bjarnadóttir fékk að heyra tvær mjög ólíkar hlaupasögur. Guðrún Jónsdóttir var frá upphafi staðráðin í að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og hafði ráðgert að hlaupa þrjá kílómetra. Þess í stað fór hún tíu en ekki á tveimur jafnfljótum eins og upphaflega stóð til, heldur í hjólastól. "Ég fékk heilablóðfall rúmum mánuði fyrir maraþonið sem leiddi til lömunar á vinstri helmingi líkamans," segir Guðrún sem á nokkuð erfitt með mál. MYNDATEXTI Guðrún Jónsdóttir er nú í stífri endurhæfingu eftir að hafa fengið heilablóðfall fyrir skömmu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar