Bloodhound Gang

Eyþór Árnason

Bloodhound Gang

Kaupa Í körfu

MIKIÐ af ungu fólki í misgóðu ástandi var í Laugardalshöllinni í fyrrakvöld. Skrækir og eltingaleikir voru á hverju strái. Ekki svo að skilja að það hafi verið mjög mikið fyllirí, mér fannst ég bara vera öldruð þarna inni. Hljómleikarnir byrjuðu rétt fyrir klukkan átta með hinum óþekktu Touch. Þeir spila venjulegt rokk og gerðu það ágætlega. Fáir voru mættir en þeim tókst sæmilega að halda stemningu í salnum. Því næst stigu XXX Rottweiler hundar á svið. Þeir eru hressir og ekki vantaði gleðina í þá. Mér hefur alltaf þótt erfitt að skilja hvað þeir eru að segja en krakkarnir í Höllinni virtust skemmta sér ágætlega. MYNDATEXTI: Blóðhundar - "Ég held að þessir tónleikar hafi í raun verið aðeins fyrir gallharða Bloodhound Gang-aðdáendur. Það virðist sem þeir hafi farið vel ofan í kynslóðina sem er alin upp á Jackass og er núna farin að nálgast tvítugt."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar