Strætó við Kirkjasand

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Strætó við Kirkjasand

Kaupa Í körfu

REKSTUR Strætós bs. hefur verið nokkuð til umræðu undanfarið, en nú er rúmt ár liðið frá því nýtt leiðakerfi var tekið í notkun hjá fyrirtækinu. Í sumar ákvað stjórn fyrirtækisins að grípa til niðurskurðar í kerfinu sem útskýrður var með vanda í rekstri, en halli á honum nam 197 milljónum króna í fyrra. Þá fækkaði farþegum um 1,4% fyrstu sex mánuði ársins ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Í sumar var stofnleiðum Strætós m.a. fækkað um eina og tíðni ferða á leiðunum minnkuð, en yfir þessu hafa farþegar kvartað. MYNDATEXTI: Vandi hjá Strætó - Þarf að skera niður í rekstri eða ætti að leggja meira fjármagn í Strætó í von um fleiri farþega?

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar