Leikrit í Glaðheimum

Eyþór Árnason

Leikrit í Glaðheimum

Kaupa Í körfu

EINLEIKHÚSIÐ frumsýnir í október karnevalíska spunaverkið Þjóðarsálin sem unnið er út frá spurningunni hvað er þessi þjóðarsál? Viðhorf Íslendinga til ýmissa mála verða skoðuð og tekið á þeim löstum og dyggðum sem fylgja mannskepnunni. Allt verður þetta víst í gamansömum tón en þó með beittri ádeilu. Það er Landsbankinn sem er bakhjarl sýningarinnar og skrifuðu Halldór J. Kristjánsson bankastjóri og leikstjóri verksins, Sigrún Sól Ólafsdóttir, undir samstarfssamning í nýju leikhúsi í Reiðhöll Gusts í Kópavogi, en þar fara sýningar á Þjóðarsálinni jafnframt fram. MYNDATEXTI: Undirskrift - Halldór J. Kristjánsson og Sigrún Sól Ólafsdóttir við undirskrift samningsins auk hluta leikhópsins sem sjá má í baksýn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar