Þrjár mæður í Þjóðleikhúsi

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Þrjár mæður í Þjóðleikhúsi

Kaupa Í körfu

Ég hef heyrt að það hafi eitthvað með kynlíf að gera," svarar Þórunn Lárusdóttir leikkona hnellin þegar hún er innt eftir því hvað orsakar afburðafrjósemi leikkvenna í sýningunni Eldhús eftir máli eftir Völu Þórsdóttur sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Þórunn eignaðist soninn Kolbein Lárus fyrir um einum og hálfum mánuði, sex vikum eftir að starfssystir hennar, Aino Freyja Järvelä, ól dótturina Hrafnhildi. Báðar voru þær þannig með laumufarþega innanborðs þegar þær stóðu á sviðinu á Smíðaverkstæðinu á síðasta leikári. Þriðja leikkonan, María Pálsdóttir, væntir sín svo í janúar næstkomandi þannig að lítil leikarakríli halda áfram að vera viðloðandi sýninguna, þegar hún verður tekin aftur til sýninga nú um helgina. MYNDATEXTI Eins og drottning trónir Hrafnhildur Eiríksdóttir í "kóngastól" hjá mömmu sinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar