Skóbúðin Trippen skart

Brynjar Gauti

Skóbúðin Trippen skart

Kaupa Í körfu

Þegar kona ber svona stóran hring, þá þarf hún í raun ekkert annað skart," segir Berglind Gestsdóttir, eigandi Trippen-skóbúðarinnar við Rauðarárstíg, um hringa stórbrotna sem fást í verslun hennar. "Þetta eru allt módelhringar og handunnir eftir pöntunum, en konan sem hannar þessa hringa heitir Daniela De Marchi en hún er ítölsk og fyrirmynd hennar í þessum skartgripum eru kórallar," segir Berglind sem einnig er með eyrnalokka, hálsmen og armbönd í kóralskartinu. MYNDATEXTI Kóralþemað er þráðurinn í skartgripahönnuninni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar