Hugrún Jóhannsdóttir reiðkennari

Morgunblaðið/Sigurður Jónsson

Hugrún Jóhannsdóttir reiðkennari

Kaupa Í körfu

Selfoss | "Mér finnst þetta mjög gaman, eins og allt sem maður gerir í kringum hestamennskuna. Í þessu fer mjög vel saman gaman og erfiði," sagði Hugrún Jóhannsdóttir, sem er aðalkennari á nýrri námsbraut í reiðmennsku við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Hún býr í Austurkoti skammt sunnan Selfoss ásamt manni sínum Páli Braga Hólmarssyni. Hugrún er alin upp í hestamannafélaginu Gusti í Kópavogi og byrjaði að vinna við hestamennsku veturinn 1992, fyrst við tamningar, síðar einnig við reiðkennslu og kaup og sölu á hestum. Núna eru þau félagar í Sleipni á Selfossi MYNDATEXTI Hugrún Jóhannsdóttir kennari með dótturina Elínu Þórdísi og Fork, 5 vetra, fyrstu verðlauna stóðhest frá Austurkoti, fallegan hest úr eigin ræktun sem er reyndar á förum til Svíþjóðar til nýrra eigenda.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar