Linda Björg Árnadóttir

Eyþór Árnason

Linda Björg Árnadóttir

Kaupa Í körfu

Í eina tíð hefði ekki þótt boðlegt að mæta í matarboð eða virðulegt samkvæmi á Íslandi íklæddur lopapeysu og gúmmískóm. Nú er öldin önnur. Árni í Hraunkoti er á hverju strái í þéttbýlinu - og þykir bara smart. Það er gömul saga og ný að tískan fer í hringi. Hlutir koma og fara. Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri í fatahönnun við Listaháskóla Íslands, segir enga einhlíta skýringu á því hvers vegna sveitarómantík eigi upp á pallborðið nú um stundir. "Það er bara smart að vera sveitalegur og hallærislegur í dag. Tónlistarmenn eru oft ágætur mælikvarði á það og við getum tekið hljómsveitir eins og Sigur Rós og Hjálma sem dæmi. MYNDATEXTI: Sveitarómantík - Það er einfaldlega smart að vera sveitalegur og hallærislegur í dag, segir Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri í fatahönnun við Listaháskóla Íslands.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar