Kormákur og hvolparnir hans

Eyþór Árnason

Kormákur og hvolparnir hans

Kaupa Í körfu

Mér finnst þeir allir vera voðalegar dúllur," segir Kormákur Örn Axelsson sem er sextán ára um nýfæddu hvolpana sína en það hafði komið öllum að óvörum að tíkin Títla skyldi verða hvolpafull. Fjölskyldan hafi átt tvo hunda fyrir, tíkina Títlu sem sé blanda af Yorkshire Terrier og Silky Terrier og hundinn Tinna sem sé hreinræktaður Yorkshire Terrier. "Við fengum Tinna í byrjun 2006 en Títlu fyrir einu og fyrir hálfu ári," segir Kormákur. Pabbi hans hafi haft mestan hug á að fá hunda og komið heim með Títlu. "Tinni kom af því að Haraldur Flosi var að eignast barn og hafði ekki tíma fyrir hundinn þannig að við björguðum honum," segir Kormákur og er greinilega ánægður með pabba sinn. MYNDATEXTI Hvolpar Kormákur er hæstánægður með hvolpana sína.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar