Bruni í Varmárskóla

Eyþór Árnason

Bruni í Varmárskóla

Kaupa Í körfu

HEFÐBUNDIN kennsla fór fram í Varmárskóla í Mosfellsbæ í gærdag og ekki að merkja á fasi nemenda og starfsmanna að eldsvoði hefði kviknað undir þaki yngri deildar skólans sl. föstudag. Rýma þurfti húsnæði skólans og þyrptust um 400 nemendur út á aðeins örfáum mínútum. Tók eldsvoðinn á taugar yngstu krakkanna og að sögn foreldra eins þeirra var nokkur hræðsla við að snúa aftur til skóla í gærmorgun. MYNDATEXTI: Fór vel - Arna Arnardóttir deildarstjóri, Guðrún Markúsdóttir deildarstjóri og Viktor S. Guðlaugsson skólastjóri voru ánægð með viðbrögð nemenda.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar