Björn Stefánsson refaskytta

Skapti Hallgrímsson

Björn Stefánsson refaskytta

Kaupa Í körfu

BJÖRN Stefánsson, sem verið hefur grenjaskytta í rúman áratug, segir nánast engan mófugl lengur að finna í dölunum sem ganga inn úr Eyjafirði og kennir mávi um að miklu leyti. Hann segir stóra hópa máva mæta undir kvöld á varptímanum, og gæða sér á kræsingum, marga kílómetra frá byggð. Björn er húsgagnasmíðameistari á Akureyri. Hann hefur lengi stundað hefðbundnar veiðar og því fylgst með dýralífinu, og síðustu tólf árin hefur hann fengist við refaveiðar. Fimm grenjaskyttur hafa nú það hlutverk, á vegum sveitarfélaganna í firðinum, að halda lágfótu í skefjum. MYNDATEXTI: Plága - Björn Stefánsson við skrifborðið á verkstæði sínu. Hann telur að mávur hafi meiri áhrif á rjúpnastofninn en nokkurn grunar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar