Iðandi dagar á Flúðum - Traktortorfæra

Sigurður Sigmundsson

Iðandi dagar á Flúðum - Traktortorfæra

Kaupa Í körfu

Ég hef keyrt traktor frá því ég var smá gutti og var farinn að vinna á dráttarvélum hér um alla sveit þegar ég var mjög ungur. Ætli ég hafi ekki verið sjö ára þegar ég keyrði fyrst traktor heima á Grafarbakka, þar sem ég er fæddur og uppalinn," segir Ölver Karl Emilsson nýkrýndur heimsmeistari í traktorstorfæru. Ölver býr á Flúðum í Hrunamannahreppi, en þar fór þessi merka heimsmeistarakeppni fram um verslunarmannahelgina. "Þetta hefur verið árviss viðburður frá því Iðandi dagar fóru af stað hér á Flúðum og það hefur skapast mikil stemning í kringum þessa keppni og þetta er rosalega gaman. MYNDATEXTI: Kampakátur - Ölver alsæll með heimsmeistaratitilinn

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar