Rafveituhúsið í Grímsey

Helga Mattína Björnsdóttir

Rafveituhúsið í Grímsey

Kaupa Í körfu

Grímsey | "Nú fer fram lokahnykkur framkvæmda RARIK í Grímsey. Það er búið að endurnýja allar vélar, háspenna komin í jörð og allt verið gert til að gera þetta eins vel úr garði og hægt er," sagði Sigurður Bjarnason, rafveitustjóri í Grímsey. Komið var að því að klæða rafveituhúsið að utan, til þess var fenginn Hólmsteinn Snædal smiður og hans menn. Hólmsteinn hefur komið víða við í smíðaverkefnum fyrir Grímseyinga. Það eru liðin 26 ár síðan hann kom hingað í sína fyrstu vinnuferð, þá til að innrétta rafveituhúsið sem hann nú klæðir gifsi til hljóðeinangrunar og þar utan yfir kemur álklæðning. MYNDATEXTI: Lokahnykkur - Frá vinstri: Sigurður Bjarnason, Hólmsteinn Snædal, Vésteinn Finnsson og Ólafur Snædal fyrir framan rafveituhúsið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar