Arnar Þór Másson

Sverrir Vilhelmsson

Arnar Þór Másson

Kaupa Í körfu

Arnar Þór Másson fæddist í Reykjavík 1971. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 1992, BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 1996 og mastersnámi í samanburðarstjórnmálum frá London School of Economics 1997. Arnar Þór hefur starfað sem sérfræðingur í fjármálaráðuneytinu síðan 2001 og stundakennari og síðar aðjúnkt við stjórnmálafræðiskor HÍ síðan 2000. Komið er út fyrsta prentaða tölublað tímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla. Arnar Þór Másson er annar ritstjóra útgáfunnar: "Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands gefur ritið út, en staðið hefur til í mörg ár að stjórnmálafræðingar eignuðust sitt eigið rit þar sem þeir geta gert rannsóknir sínar aðgengilegar á innlendum vettvangi og aukið þannig fræðilega umfjöllun," segir Arnar Þór.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar