Í hávísindalegum hjúpi

Í hávísindalegum hjúpi

Kaupa Í körfu

Á VÍSINDAVÖKU Rannsóknamiðstöðvar Íslands, RANNÍS, var margt um tækniundrin, m.a. var gestum boðið að búa til sápuhjúp um sjálfa sig en venjulegt fólk fær afar sjaldan gott tækifæri eða afsökun til þess. Það var því eins gott að grípa tækifærið líkt og ungi maðurinn á myndinni gerði með stæl. Stelpunni sem sést nálgast hjúpinn ískyggilega mikið fannst fyrirbærið sérlega forvitnilegt, raunar svo forvitnilegt að hún varð aðeins að koma við hjúpinn sem um leið sprakk eins og blaðra. Vísindavaka RANNÍS var haldin í Listasafni Reykjavíkur í gær og var þá m.a. kynnt niðurstaða í teikni- og ljósmyndasamkeppni barna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar