Sprengt við Vesturlandsveg

Sprengt við Vesturlandsveg

Kaupa Í körfu

"OKKUR var óneitanlega brugðið. Svo byrjaði að rigna yfir bílinn mold og stuttu síðar lenti þessi líka hnullungur á framrúðunni," segir Þröstur Helgason sem var ásamt tveimur félögum sínum á ferð um Vesturlandsveg í gærmorgun þegar jarðvegur þyrlaðist yfir bifreið þeirra í kjölfar sprengingar verktaka á framkvæmdasvæðinu við Stekkjarbrekkur. Framrúða bílsins brotnaði við höggið og mikil mildi var að ekki hlutust slys af. MYNDATEXTI: Sprengingar - Sprengt var að nýju eftir hádegið í gær og lögregla fengin til að loka veginum á meðan.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar