Grindavík - FH

Grindavík - FH

Kaupa Í körfu

ÖFLUGUR fyrri hluti fyrri hálfleiks með mörgum færum ásamt ágætum síðustu tíu mínútum leiksins dugði Grindvíkingum ekki til þegar nýkrýndir Íslandsmeistarar, FH-ingar, komu í heimsókn á laugardaginn. Ekki heldur að ná 1:1 jafntefli því úrslit annarra leikja voru þeim óhagstæð og þeir urðu að sætta sig við að falla niður í 1. deild. FH-ingar köstuðu mæðinni eftir leikinn, fagna nú uppskeru sumarsins. MYNDATEXTI: Vonbrigði - Grindvíkingar féllu um helgina í fyrsta sinn niður um deild. Óskar Örn Hauksson og Jóhann Þórhallsson voru að sjálfsögðu vonsviknir með þá staðreynd eins og aðrir samherjar þeirra. Óskar Örn, sem er í forgrunni, skoraði eina mark Grindvíkinga í lokaleiknum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar