Veiðimyndir
Kaupa Í körfu
"Þeir sem voru að ljúka veiði um hádegi voru komnir með að minnsta kosti níu laxa í morgun," sagði Stefán Jónsson, bóndi á Hrepphólum, um veiðina á svæðum I og II í Stóru-Laxá í Hreppum í gær. "Mest veiddist í Bergsnös og þá neðarlega í hylnum og einnig í Stuðlastrengjum, ofan brúar á þjóðveginum." Gríðargóð veiði hefur verið í Stóru-Laxá síðustu daga, eftir langþráðar rigningar og vatnavexti. Veiðimenn sem luku veiðum á svæðum I og II í fyrradag lönduðu 39 löxum á stangirnar fjórar á tveimur vöktum. Þeir sem veiddu vaktirnar þar á undan fengu um 30. Tveggja daga veiði á stangirnar tvær á svæði III skilaði 35 löxum. MYNDATEXTI: Lukkulegir - Félagarnir veiddu 18 laxa á einum degi í Stóru-Laxá um helgina. Frá vinstri: Jóhann Lövdal, Heiðar Friðjónsson, Viðar Jónsson, Gunnar S. Jónasson, Jón Ingvar Jónasson og Þórður Hjörleifsson.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir