Borað eftir heitu vatni á Hellisheiði

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Borað eftir heitu vatni á Hellisheiði

Kaupa Í körfu

UM 55 starfsmenn starfa við Hellisheiðarvirkjun en framkvæmdir við borun jarðhitaholna á Hellisheiði eru í fullum gangi. Samkvæmt samningi Orkuveitu Reykjavíkur við Jarðboranir hf. er áformað að bora tíu holur í sumar og næsta sumar vegna fyrirhugaðrar Hellisheiðarvirkjunar. Stefnt er að því að hún verði tilbúin í október 2006. Þrír borar eru á svæðinu og er von á þeim fjórða til landsins frá Ítalíu í þessum mánuði. Hann verður af svipaðri stærð og Jötunn, stærsti bor landsins, sem nú er í notkun við Hellisheiðarvirkjun. Borvinna fer að mestu fram í um 420 metra hæð yfir sjávarmáli.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar